Fara í efni

Gunnlaugs saga Ormstungu í Héðinsminni

17.03.2017
Sýning Gunnlaugs sögu Ormstungu. Mynd Varmahlíðarskóli

Nemendur 8. bekkjar Varmahlíðarskóla settu upp leikverk í Héðinsminni byggt á Gunnlaugs sögu Ormstungu en hún er ein Íslendingasagna en ekki með þeim þekktari. Krakkarnir lásu söguna í vetur og var spáð og spjallað um efni hennar og úr varð að setja hana á svið og voru tvær sýningar þann 14. mars síðastliðinn.

Sagan fjallar um draum Þorsteins Egilssonar um Helgu og vonbiðla hennar, tilhlökkun, sorg og gleði sem fólk glímir við á öllum tímum. Sagan vekur upp spurningar um hversu mikið draumar segja fyrir um framtíðina eða hvort þeir seú búnir til eftirá til að skýra atburði.

Flott framtak hjá nemendum Varmahlíðarskóla sem má lesa nánar um á heimasíðu skólans.