Fara í efni

Gunnar S. Steingrímsson lætur af störfum

30.09.2015
Einar Á. Gíslason og Gunnar S. Steingrímsson

Í dag er síðasti vinnudagur Gunnars Sigurjóns Steingrímssonar yfirhafnarvarðar hjá Skagafjarðarhöfnum. Gunnar hefur gegnt starfinu síðastliðin 16 ár og eru honum færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Við starfi hans tekur Einar Ágúst Gíslason, fæddur og uppalinn í Skagafirðinum.  Við bjóðum Einar velkominn til starfa og  óskum honum velfarnaðar í nýju starfi.