Fara í efni

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir eftirfarandi kennslustöður lausar til umsóknar

19.06.2017

 Grunnskólinn austan Vatna auglýsir eftirfarandi kennslustöður lausar til umsóknar

 

Starfsstöð: Hofsós

Smíðakennari:

Um u.þ.b. 20% starfshlutfall er að ræða.

Textílkennari:

Um u.þ.b. 20% starfshlutfall er að ræða.

Myndmenntakennari:

Um u.þ.b. 20% starfshlutfall er að ræða.

Enskukennsla, mögulega samfélagsfræði, tölvukennsla og fl.

Um u.þ.b. 50% starfshlutfall er að ræða.

 

Starfsstöð: Hólar í Hjaltadal

Verkgreinar:

Um 40% starfshlutfall er að ræða vegna list og verkgreina; smíði, textíl og myndmennt.

 

Upphaf starfa: 1. ágúst 2017.

Starfsheiti: Grunnskólakennari.

Menntunarkröfur: Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.

Hæfniskröfur: Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi. Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ vegna FG.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí 2017

Nánari upplýsingar: Jóhann Bjarnason, skólastjóri, í síma 865-5044, johann@gsh.is.

Umsóknir: Umsókn ásamt ferilskrá, prófskírteini og leyfisbréfi skal skilað í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins eða í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

Grunnskólinn austan Vatna kennir á þremur starfsstöðum; Hofsósi Hólum og Sólgörðum. Þær voru sameinaðar í eina stofnun 1. ágúst 2007. Á Hólum og Sólgörðum eru nemendur í 1. – 7. bekk. Á Hofsósi eru nemendur frá 1. – 10. bekk, en starfsstöð þar er jafnframt safnskóli fyrir aðrar starfsstöðvar frá 8. – 10. bekk. Veturinn 2016-2017 voru 73 nemendur skráðir í skólann. Þar af eru 48 nemendur á Hofsósi, 18 nemendur á Hólum og 7 nemendur á Sólgörðum. Skólinn hefur um nokkurt skeið lagt áherslu á kennslu og vinnu með nýsköpun og eflingu heimabyggðar. Hann er grænfánaskóli og nú nýverið líka heilsueflandi grunnskóli.