Fara í efni

Framúrskarandi skagfirsk fyrirtæki

03.02.2016
Framúrskarandi fyrirtæki 2015

Síðast liðin ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 682 fyrirtæki sem komust á listann af þeim 35.842 sem skráð eru í hlutafélagaskrá sem stóðust styrkleikamat Creditinfo og teljast því vera Framúrskarandi fyrirtæki 2015.

Meðal þessara fyrirtækja eru 8 skagfirsk fyrirtæki en það eru: Friðrik Jónsson ehf., FISK-Seafood ehf., Kaupfélag Skagfirðinga svf., Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf., Raðhús ehf., Steinull hf., Tengill ehf. og Vörumiðlun ehf.

Við óskum eigendum, stjórnendum og starfsmönnum þessara fyrirtækja innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2015 má sjá hér. Gott væri að fá ábendingar um ef fleiri skagfirsk fyrirtæki eru á listanum sem kunna að hafa farið fram hjá okkur.