Fara í efni

Breytt gjaldskrá hitaveitunnar

29.09.2015
Ein af borholum Skagafjarðarveitna (SK 23)

Breyting á gjaldskrá hitaveitu Skagafjarðarveitna tekur gildi 1. október næstkomandi. Í nýju gjaldskránni eru breytt heimæðargjöld bæði í þéttbýli og dreifbýli og munu heimæðargjöldin eftir breytingar miðast við sverleika heimæðar en ekki stærð húsnæðis. Á heimasíðu Skagafjarðarveitna segir að stærðarflokkum vegna mælaleigu hafi verið bætt við og sett inn afsláttarákvæði vegna stórnotenda og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Ákvæðið gerir ráð fyrir að fyrirtæki geti sótt um kaup á heitu vatni á 70 % afslætti.

Gjaldskrárbreytingin á ekki að leiða til hækkunar á kostnaði hinna almennu notenda segir ennfremur á vef Skagafjarðarveitna. Ekki er verið að hækka verð á seldu vatni né föstu mánaðargjaldi mælis eða hemils. 

Gjaldskrána má lesa hér.