Fara í efni

Aðalfundur 2024

Málsnúmer 2404180

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Aðalfundur Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi er boðaður þann 27. apríl n.k. Nefndin þarf að skipa fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn og veita honum atkvæðisrétt sveitarfélagsins. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi hefur sótt fundi veiðifélaga þar sem sveitarfélagið á ítök.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 2. fundur - 03.05.2024

Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sótti aðalfund Veiðifélags Laxár, Skef. og kynnti fyrir nefndarmönnum það sem fram fór á fundinum.
Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024. Einnig lögð fram athugun á seiðabúskap árið 2023 í Laxá í Skefilsstaðahreppi.