Fara í efni

Hrafndalur kaldavatnsöflun - rannsóknir 2022

Málsnúmer 2209304

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 1. fundur - 22.04.2024

Kaldavatnsnotkun hefur vaxið verulega á Sauðárkróki vegna aukinnar atvinnustarfsemi og fjölgunar íbúa. Áríðandi er að fá meira vatn til að mæta stóraukinni þörf á svæðinu. Nokkrir möguleikar koma til greina og þar á meðal er að semja við landeigendur Skíðastaða um vatn úr Hrafndalnum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og sveitarstjóra að óska eftir fundi með landeigendum.

Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.